Entries by dagsson@gmail.com

Grikki

Grikki og er nokkurskonar snakkostur.  Hentar vel sem meðlæti, í salatið eða bara einn og sér meðan horft er á Desperate housewifes.

Kjaftæði

Kjaftæði er nafnið á rjómaísnum sem framleiddur er á býlinu.  Ísinn framleiðum við í mörgum bragðtegundum, en reynum eftir fremsta megni að notast við íslensk bragðefni sem finna má í náttúrunni, svosem bláber, jarðaber, rabbabara og mjaðjurt. Einnig bjóðum við uppá sorbet sem er mjólkur og eggjalaus ís.

Verslun og vörur

Þann 1. janúar 2010 tók Rjómabúið Erpsstaðir formlega til starfa.  Þar er framleiddur rjómaís, skyr, skyrkonfekt nokkrar tegundir af ostum, mysudrykkur, mysukex, sultur og einnig er hægt að kaupa nautakjöt beint frá býli.  Mjólkurvinnslan fer fram á býlinu sjálfu í 200fm. aðstöðu, ætluð fyrir heimavinnslu afurða. Þorgrímur er menntaður búfræðingur og lærði síðar mjólkurfræði í […]